mér sýnist á þeim störfum sem Oddgeir Einarsson, lögmaður til nokkurra ára, hefur verið að taka að sér, að honum sé annt um að losa fólk undan okri ríkisins og vinstriafla.
skiljanlega, nú á tímum vinstri grænna og internetsins.þetta er maðurinn sem rassskellti Hótel Sögu á beran bossann fyrir hönd klámfólksins (hvort hann lét putta fylgja er óvíst), og nú hefur hann tekið að sér mál hina brottræku Vítisengla sem svo mjög er brotið gegn að jafnvel vinstri grænum er ekki sama.
nú hef ég rekist á blogg Oddgeirs, sem svo skemmtilega heitir "Þögli minnihlutinn", en þar fer lögmaðurinn með gamanmál, sem oft fylgir einhver alvara. t.a.m. segir hann um nýlegar fregnir af þuluskiptum:
" 9.11.2007 | 10:32 Að lesa upp sjónvarpsdagskrá er mikið ábyrgðarhlutverk og ekki sama hver gegnir því.
Tvær þulur hafa látið af störfum og í fréttinni segir: „Það var gagnkvæmt samkomulag við Guðmund [F. Benediktsson] að hann hætti og Guðrún [Kristín Erlingsdóttir] ákvað að hætta."
Samkvæmt mínum heimildum er Þetta niðurstaðan af löngum fundum þar sem farið hefur verið yfir árangur Guðmundar í starfi. Niðurstaðan var sú að tími væri kominn fyrir nýtt blóð til að hressa upp á sjónvarpsdagskránna, sem hefur tekið að dala undir stjórn Guðmundar."
... nákvæmlega það sama og ég hugsaði.
hinn rekni þulur er reyndar
H. Bragason og Baggalútur segir er það
SvíVirða að hann hafi verið látinn fara - þetta var ein af fáum þulum með viti þarna hjá RÚV.
sjá einnig
lagaskrýtlu nr. 1 - góður púnktur, gaman að sjá hægrimenn (hvað þá lögmenn) sem skammast sín ekki fyrir að vera með húmor.