Hvað er að gerast:

þriðjudagur, maí 02, 2006

is this normal food in Iceland?

Íslandskynningin heppnaðist alveg ótrúlega vel. boðið var upp á opal, opalskot, brennivín, hákarl, súkkulaði og lakkrís frá Fróni. og svo 2 svið. hengdi svo upp auglýsingar um hvalveiðar, lauslátar íslenskar konur o.s.frv. btw þá finnst engum opal-skot góð nema okkur og Finnum.

mér til mikillar undrunar voru rosalega margir sem vildu smakka sviðin (fyrsta máltíðin sem ég elda aleinn og án hjálpar!). og hákarlinn! fólk reif hann í sig, sumum fannst hann jafnvel góður.

eftir að áfengisneyslan fór að segja til sín tókum við Jakob (Hollandi) upp á því að byrja að éta tungurnar (sem ég hafði ekki hugsað mér að gera, eitthvað krípí við að borða tunguna úr vesalings lömbunum). og vá, þær voru magnaðar! fólk slóst um bitana.






 Posted by Picasa

Engin ummæli: