blogg-gagnrýni, partur I
aha, kannski ráð að setja á blað helstu áfangastaði bloggrúntsins manns, en þeir eru flestir í tenglunum hér til hliðar. fer hér I. partur þess yfirlits, og vonandi er að þetta verði ekki eitthvert hálfkák.
bloggprinsessan María Rún - http://www.mariarun.blogspot.com/
María hefur lengi verið áberandi á öllum sviðum sem hún hefur ratað inná. jafnt í félagasamtökum, innan skólaveggja og vinahópa.
skrifar stuttar og hnitmiðaðar setningar og lætur lesandanum oft eftir að geta inn í eyðurnar og/eða draga eigin ályktarnir af þeim uppgvötunum sem fröken fix póstar á dagbókina sína. mjög vinsælt blogg og gott að fylgjast með því sem María er að taka sér fyrir hendur á hverjum tíma, hvort sem um ræðir skólastarf, pólitík, rómantík (þetta tvennt síðastnefnda hefur verið svolítið í sömu skál hjá Maríu undanfarið), fjölmiðlar, brúðkaup eða barneignir. hefur haldið vel dampi og er mikið lesið, af kunningjum og öðrum. þrátt fyrir mikið annríki, sem virðist aukast ár frá ári, finnur prinsessan sér alltaf tíma til að pota inn eins og einni línu og link endrum og sinnum.
dvergur kenndur við lesstofu, Vala María - http://www.lesstofudvergurinn.blogspot.com/
á sínum uppvaxtarárum við lagadeild öðlaðist lítil stúlka viðurnefnið lesstofudvergur, en mönnm ber ekki saman um hvort það var vegna smæðar hennar eða vegna þess hve iðin hún var. iðjusemi hennar birtist helst í félagslífi lagadeildar og var hún sannkallaður orkudvergur. hún hafði sig einnig mikið í frammi á lesstofu Lögbergs - og var hún þar partur af virkilega skemmtilegum hópi sem nú hefur að miklu leyti tvístrast. menn þykjast þó enn sjá til Völu endrum og sinnum inn á lesstofunni, en það eru e.t.v. bara nostalgíuímyndanir. dvergurinn heldur nú til á lítilli ríkisstofnun, en gistir í nýbyggðum álfasteini í hafnarfirði á næturnar. lífsgleði og sprell einkennir dverginn og skrif hans, þótt reyndar hafi skrif hans undanfarið stundum litast af svolitlu pirrípú og gremju.
tergram flipp - http://magga.blogdrive.com/
Margrét hélt lengi út líflegri vefdagbók þar sem hægt var að lesa um ævintýri hennar heima og erlendis. í dag er bloggið minnisvarði um það sem eitt sinn var lífsglaður ungur laganemi, án þess að nokkuð sé sagt um hagi hennar í dag. sá sem þetta skrifar veit það eitt að hún er í hamingjusömu sambandi, farin að búa og við það að skella sér á fullu út í atvinnulífið (eða þegar byrjuð?). virðist því sem bloggandinn hafi yfirgefið bloggarann, eða hann vaxið frá bloggun.
phat Ingunn - http://www.blog.central.is/phatmama/
einn skemmtilegasti vefrithöfundur sem undirritaður veit um. Ingunn / krákan / phat mama (sem skiptast á að skrifa á síðuna) lætur sko ekki að sér hæðast, enda er hún sjálfri sér nóg í því. sú einstaklega skemmtileg sýn á lífið sem þessi upprennandi framámaður hefur fær mann stundum til að skella uppúr (e. lol). erfitt er að gera á milli sagna af hversdagslífinu (sem er sko ekkert hversdagslegt hjá ph.m.), föstum liðum eins og fokkin bits eða myndaþáttunumd sem hún lætur sér detta í hug. það er ekki að furða að þegar hlé verður á skrifum, dynja á henni áskoranir og kvartanir í kómentakerfinu.
kv.