Hvað er að gerast:
fimmtudagur, júlí 31, 2008
þriðjudagur, júlí 29, 2008
svo ætla ég að sofa hjá þér
í Færeyjum hafa menn fundið þá eðlilegu skýringu á hinum mikla fjölda getnaða sem eiga sér stað á meðan á Ólafsvöku stendur (og þeirri sprengingu í barnsfæðingum sem verður 9 mánuðum seinna), að á hátíðinni gefist fólki einfaldlega tækifæri til þess að kynnast einstaklingum úr öðrum bæjarfélögum og velja út þá sem eru best fallnir til undaneldis.
þetta er ekkert annað en ómeðviðtuð viðleitni til þess að viðhalda heilbrigðum kynstofni - Íslendingar hafa stundað þetta um árhundruðir.
skrifaði Halli kl. 10:06 0 blabla
Merkimiðar: bollebolle
fimmtudagur, júlí 24, 2008
einmanna sirkússafn
Túren går til birti nýlega lista yfir óvinsælustu ferðamannastaði Danmerkur, fyrir þá sem vilja eyða frítima sínum í einsemd og sleppa við skarkalann í (hinum) túristunum.
meðal þeirra er Sirkússafnið í Kaupmannahöfn, en þangað lögðu rétt rúmlega 5.000 manns leið sína árið 2007 (samanborið við yfir 350.000 sem árlega heimsækja hið fræga Louisiana safn).safnið er í 10 km fjarlægð frá Hovedbanegård, framhjá Fiskitorvet og Valby, sjá kort.
það er alveg á hreinu hvert ég er að fara sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi.