spámaðurinn fitnar
fitna (ísl): hlaupa í spik, verða holdugur, stríðsvaxinn eða algjör fituklumpur.
fitna (arab): mjög víðtækt orð sem getur átt við trúardeilur, aðskilnaðarstefnu, upprisu og stjórnleysi, allt á sama tíma.
Sigurður nokkur nennti að skrifa í nokkuð löngu máli um það sem allir aðrir sem séð hafa þessa krúttlegu mynd höfðu áttað sig á, en þessar tvær setningar hans segja allt sem segja þarf:
Afskaplega auðvelt væri að klippa saman 15 mínútna myndband sem sýnir kristni í nákvæmlega sama ljósi. Þannig væri hægt að notast við brot úr myndum og þáttum á borð við: Root of All Evil?, The Doomsday Code, The God Who Wasn‘t There og Jesus Camp.Jesús Camp er einmitt á RÚV+ núna - kannski sýna þeir Fitna næsta sunnudag.