Hvað er að gerast:

fimmtudagur, apríl 13, 2006

jdi do pekla

ok, nokkrar hugleiðingar:

1. er lagið love generation að gera það jafn gott heima á Íslandi eins og hér í Mið-Evrópu? maður þarf ekki að fara oft út að skemmta sér til að kunna það utanað

2. fólk frá mið-austurlöndum.
herbergisfélaginn minn er indæll. var fyrr í kvöld að borða ágætis súpu og kjúkling sem hann eldaði (ég elda n.b. ekki). hann er líka voða tillitssamur og kurteis. það er samt ansi margt við þessa menningu hans sem fer í mann.
- í vestrinu þykir kurteisi að borða með lokaðan munninn. í mið-austrinu þykir það eðlilegt að gefa það sterklega til kynna að manni finnist maturinn góður, með því að borða með opinn munnin og reyna að hafa eins hátt og mögulegt er. ættuð að sjá herbergisfélagann reyna að borða epli - "kjáms kjáms flobb hább kjáms".
- sumir þeirra eru rosa áhugaverðir, maður getur talað við þá um hvað sem er (við erum nú einusinni öll menn). herbergisfélagi minn og margir vina hans virðast hinsvegar ekki geta átt eðlileg samtöl hver við annan. alltaf fara þeir að öskra eða tala ótrúlega hátt, eins og þeir séu í einhverri keppni.
- allt sem stendur í kóraninum er satt, og ber að hlýða því án þess að blikka. auðvitað er margt þar sem þarf að "leiða í ljós", enda þótt bannað sé að túlka orð kóransins. t.d. virðist segja þar að karlmenn (amk, veit ekki með konur) skuli skola á sér kynfærið eftir klósettferðir. þessvegna eru oft vatnspollar á klósettsetunni og á klósettgólfinu eftir að þetta ágæta fólk hefur verið þar. hinsvegar stendur ekkert um það að þrífa á sér hendurnar eftir klósettferðir. hvað er það?
- bænaturninn. á moskum á að vera einhverskonar bænaturn, þar sem presturinn öskrar á liðið að bænastund sé hafin, og hver sé boðskapur dagsins etc. moskan í Brno er ekki með svona turn (enda myndu trúleysingjarnir sem öllu ráða hér ekki líða það), en okka menn eru með ráð við því. þeir eru með tölvuforrit sem fer sjálfkrafa í gang nokkrum sinnum á dag, og öskrar á þá sem eru nálægt tölvunni. þetta eru bara 2-3 mínútur, en stundum langar mér að henda tölvuskrattanum útum gluggann.

3. að lemja konur
annan í páskum er komið að gamalli hefð í tékklandi, sem felst í því að karlmenn detta í það nóttina áður, og koma síðan heim / fara út á götu, og lemja kvenfólk.
þetta er ekki grín, sjá mynd og texta (undir easter monday). hef verið að spá í því hvort ég ætti að kaupa svona prik og berja konurnar hér í Vinarska ... hvað finnst ykkur (við erum bara að tala um að dangla létt í fætur og bossa)?

4. Silvía
Eurovision lagið okkar er ekki að fara að gera góða hluti, samkvæmt markhópnum mínum, sem m.a. samanstóð af þjóðverjum, finnum, hollendingum og belga.

5. YouTubeYouTubeYouTube - uppháhaldslögin mín:
- Avalanches: frontier geðlæknir
- Ron Burgundi (Will Farrel) and the channel 4 news team: afternoon delight (full version), sjá einnig lagið eins og það var í Anchorman. skyrockets in flight ... búúúhh ... afternoon delight.
- Talking heads: once in a lifetime. David Byrne var bara snillingur. punktur.



- aslídanó

----

fór til Vínar síðustu helgi. Vín er bara 1,5 klst. í burtu, sem er fínt ef maður vill vera menningarlegur. hendi hérna inn nokkrum myndum.


hér erum við Heiða menningarleg

















ég ekki sáttur, eða hvað?















hápunktur ferðarinnar var auðvitað að fara á Starbucks, enda fátt sem segir "fyrrverandi höfuðborg Evrópu" eins og Starbucks.

















ekki má heldur gleyma að fara á aussie-bar, enda hafa Ástralar alltaf haft sterk ítök í Vín.
 Posted by Picasa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska bollurassinn minn.

Hvað varðar Silvíu Nótt, þá ert þú greinilega ekki að vinna heimavinnuna þína. Skiptinemarnir hér heima eru nebbla mjög hrifnir af henni.

Mæja tæja sagði...

Kannt þú textann við "love generation"? Hrikalegt lag!!

Er þetta dangl í konurnar ekki bara svona bolludags-fílingur? Kannski fá þeir eitthvað að launum fyrir að berja þær? Kannaðu þetta aðeins betur..

kv. Mæja

Mæja tæja sagði...

Kannt þú textann við "love generation"? Hrikalegt lag!!

Er þetta dangl í konurnar ekki bara svona bolludags-fílingur? Kannski fá þeir eitthvað að launum fyrir að berja þær? Kannaðu þetta aðeins betur..

kv. Mæja

Nafnlaus sagði...

Skiptinemarnir heima eru ta bara ad ljuga ad ter Valborg, tvi teir vilja ekki modga land og tjod ... eda ta ad teir eru svona obsessed med Island, ad teir elska allt vid landid. Fila orugglega hakarl og hardfisk lika :P


Gott ad heyra ad hrikaleiki love generation hefur ekki farid fram hja ter Maja.
Tetta eru ekki mjog alvarlegar barsmidar, rett svo a sla i bossa og faetur. Og ad launum fa teir litada borda eda paskaegg. I seinni tid einnig afengi.
Sa ekki marga menn med svona prik i gaer, og sa engar stelpur verda fyrir bardinu a prikunum. Aetli teir reyni ekki ad halda ofbeldinu innan veggja heimilisins :/

- Halli