kláraði nýlega að lesa bók eftir austuríska gyðinginn Stefan Zweig, Den evige Broders Øjne. hafði áður lesið hana í íslenskri þýðingu - hún er betri á dönsku.
merkileg saga sem fær mann til að hugsa, samt aðallega um það hvað aðalpersónan, Vitara, er mikill vitringur en um leið algjör auli. óheppnin eltir hann í formi auga bróður hans sem Vitara hafði orðið á að drepa og honum gengur æði erfiðlega að lifa í sátt við og án þess að valda öðrum mönnum skaða.

Zweig var ekki sá heilbrigðasti sjálfur og hann lést fyrir sjálfs síns hendi í Brasilíu eftir að hafa flust þangað í WWII. hann var handviss um að nasistar ættu eftir að taka yfir heiminn og væru á eftir honum persónulega. konan hans var fór með honum í þessa síðustu ferð.
“The idea of Jewish unity, of a plan, an organization, unfortunately exists only in the brains of Hitler and Streicher.”
Against my will, I became a witness to the most terrible defeat of reason and to the most savage triumph of brutality ever chronicled ... never before did a generation suffer such a moral setback after it had attained such intellectual heights.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli