Hvað er að gerast:

    fimmtudagur, janúar 17, 2008

    hæfur og heimafastur

    ok, það er gott og blessað að það taki menn 8 ár að klára laganám við HÍ (á þeim tíma þegar það var svo lítilmannlegt að menn kláruðu það á 4 árum í stað 5).

    og þótt menn geti ekki sýnt fram á færni í íslenskri tungu með öðru en setu í ljóðadómnefnd, þá gerir það þá ekki svo mikið minna hæfa.

    en menn með slaufu sem búa heima hjá mömmu og pabba fram að 36 ára aldri, manni fallast hendur [visir].

    það er ekki að furða þótt grípa þurfi til misnotkunar á valdheimildum [mbl].

    3 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    Hvet menn til að lesa þennan link á visir.is sem .tk er að vísa til.

    Nafnlaus sagði...

    hahahaha thvílík snilld

    kv. Erna

    Nafnlaus sagði...

    Þetta er dómgreindarleysi af hálfu bæði gefanda og þiggjanda.

    Þegar menn vita að þeir lentu í raun í 4.-5. sæti, þá er þeim ekki stætt að halda verðlaununum fyrir 1. sætið. Geri þeir það þá er eitthvað að þeim í kollinum. Það er ljótt og sorglegt, aðeins móðir gæti litið fram hjá því.

    Hvort sá sem dæmdi í keppninni eigi að sæta ábyrgð á því að hafa gert mistök - það fer eftir því hvort þau voru afsakanleg.