

svona byrja sum kvöldin. eitthvað fólk safnast saman, einhver opnar hvítvínsflösku eða 3 bjóra sem hann var með á sér (hóst). 2 hollendingar og Rebekka BNA.


en í dag er mánudagur. margir rassmusarnir eru ekki í tímum á þriðjudögum, þ.á m. ég. Af þeim sökum hafa mánudagar orðið þemadagar. höfum þegar tekið Absinth-þema og Screwdriver-þema. í dag verður jello-shot/pajamas þema, en reyndar verður innflutningpartý í gangi á sama tíma.
næstu mánudagar hafa einnig verið gróflega skipulagðir. hæst ber að nefna jóla-þema (verður þá aðallega súpað á Becherovka, sem "bragðast eins og jólin") og pink-panties-remover-þema (einhver drykkur sem heir þessu skemmtilega nafni - áreiðanlega Southern Comfort í því - blikkblikk).
kom frá Suður Bóhemíu í gær heimsóttum 6 frægar gamlar borgir þ.á m. Cesky Budejovice (þaðan sem Budvar kemur), gistum í Cesky Krumlov. skítaveður og eeeendalaust af kirkjum og kastölum, ágætis ferð samt. maður þyrfti að fara að herða tökin á öllum þessum blessuðu ritgerðum samt. hef verið alltof duglegur að ferðast og hanga, og þegar ég hef frítíma finnst mér miklu skemmtilegra að lesa bækurnar mínar skemmtilegu. hef síðan ég kom keypt eftirfarandi bókmenntaverk:
- Lísa í Undralandi og framhaldið Through the Looking Glass, á bæði tékknesku og ensku (bilingual).
- Fast Food Nation, bók sem skv. kápunni átti að gera mig afhuga skyndibitum. virkaði ekki.
- The Trial, America og The Castle e. Kafka, allar í sömu bók.
- Vernon God Little, e. DBC Pierce.

- Inbearable Lightness of Being e. Milan Kundera (fæddist hér í Brno), eftir að hafa lesið bókina hans Immortality, sem Valborg lánaði mér sem skilnaðargjöf (takk Vallý McBabyBeal ;)
